Af hverju þetta fylgishrun Ingibjargar?

Staða Ingibjargar Sólrúnar og Samfylkingarinnar er slæm þessa dagana og hafa stjórnmálaspekingar þessa lands farið mikin útaf þessum blessuðu skoðannakönnunum sem sýna þessu slæmu stöðu. En ég hef fundið ástæðuna og hana má rekja til gamlársdagsins síðasta. En í þættinum Krydd síld á Stöð 2 sagði Ingibjörg eitthvað á þá leið að sá stjórnarandstæðuflokkur sem kæmi stæðstur út úr kosningunum fengi forsætisráðherrastólinn ef Kaffibandalagið kæmist að völdum. Á gamlársdag var nefnilega Samfylkingin með ágæta stöðu gagnvart VG, en frá þessum degi og þessum ummælum hefur fylgið minnkað frá degi til dags. Sú saga gengur nú um bæinn að Ingibjörg hafi fengið mann sinn til að fá þessa upptöku frá Stöð 2 og eyða henni.
Ég  veit ekki hvort að ég sé eitthvað skrýtinn en mér hefur alltaf þótt vænt um Ingibjörgu og hún er ein af mínum uppáhaldsstjórnmálamönnum og ástæðan fyrir þessari ást minni er að hún er að koma Samfylkingunni niður fyrir 20% og það ber að þakka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband