5.4.2007 | 16:54
Sacher tertan er góð en gúllasúpan er betri..
Ég fer stundum á Café Sacher hér í Salzburg, þetta er líklega fallegasta kaffihúsið hér í borg og það er skemmtileg stemning þarna inni. Myndir af frægum einstaklingum sem hafa heimsótt kaffihúsið og mér finnst oft einkennandi fyrir þennan stað hvað mikið af eldri konum sitja þarna og spjalla. Ég er ekki hrifinn af þessari Sacher tertu það besta sem ég veit á Sacher er gúllassúpan þeirra og svo auðvitað 40 cm pulsan með sinnep og túmat. En ég kannski fæ mér eina tertu til að fagna þessu afmæli.
Sacher-tertan 175 ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.4.2007 kl. 17:02 | Facebook
Athugasemdir
Hvað með Gúllassúpuna sem þú fékkst á Eduard-Baum í gær?? Gerir Sacher betri en það???
Anna Lára (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 18:16
Gúllassúpan hjá Addó í gær er á topp 5 í flokku áhugamanna en Sacher er með bestu súpuna í flokki atvinnumanna.
Kjartan Vídó, 5.4.2007 kl. 19:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.