16.3.2007 | 08:18
Skál fyrir því...
Gjallarhornið er ánægt með Guðlaug Þór í dag og fær hann plús í pyslu enda fyrir þetta. Ég segi bara það var mikið að þetta mál fór í gegn og það er eins gott að það fari alla leið. Skál í boðinu og í Hagkaup.
Allsherjarnefnd afgreiddi frumvarp um afnám einkasölu ríkisins á léttvíni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef fréttin fjallar um áfengi og vindla ert þú fyrstur að bloga um það. Hvað heldurðu að Ingibjörg Jónsen segði nú, hún myndi henda þér öfugum úr stúkunni :)
JOSI (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 08:52
Það er svo mikil heimska í fólki að þetta verði einhvern meiri þægindi fyrir fólk ef einkasala á léttu áfengi verði gefið frjálst. Hvert á það að fara til þess að versla sterkt áfengi? Hvert eiga þeir sem búa úti á landi að fara til að versla sterkt áfengi? ÁTVR var búinn að gefa það út að ef það sala á léttu áfengi yrði gefin frjáls mundi sú stofnum vera lögð niður í þeirri mynd sem hún er núna. Í mesta lagi yrði starfandi ein búð á höfuðborgarsvæðinu sem mundi selja sterkt áfengi þar sem salan á sterku áfengi er í kringum 7% af heildarsölu ÁTVR. Það er einmitt rosalega þægilegt fyrirkomulag fyrir ykkur jólasveinana sem telja það vera svo mikla frelsun að þetta fari í almennar verslanir. Tala nú ekki um allt það fólk sem býr úti á landi. Verður mjög þægilegt fyrir þau að nálgast sterkt áfengi. Svo þarf enginn að segja mér að verðið á áfengi eigi bara eftir að hækka við þetta. Álagning ÁTVR er ca. 13% á léttvíni. Held nú að þessir kaupmenn væri nú fljótir að hækka þessa álagningu aðeins enda mundi þeir hafa svigrúm til þess. Vöruúrvalið mundi verða mjög takmarkað og jú fólk getur kannski keypt svona þessar helstu bjórtegundir en svo yrði bara í boði eitthvað piss léttvín sem kostar einhvern 500 kr. því það er jú svo ódýrt að flytja það inn. Þær verslanir sem mundu selja áfengi þyrftu að vera með starfsfólk sem er 20 ára og eldra því það er í lögunum að fólk undir tvítugt meiga ekki afgreiða áfengi. Það einmitt kemur sér mjög vel fyrir kaupmenn þar sem það hefur reynst þeim ansi erfitt að fá starfsfólk í vinnu þannig að flestar búðir er starfsfólkið vel undir 20 ára aldri. Ef menn mundu nú opna aðeins augun og átti sig á hverjir kostir og gallar við að áfengi fari á almennar verslanir.
Kostir:
* Það væri hægt að kaupa örfáar tegundir af bjór á sunnudegi.
Ókostir:
* Ekki hægt að kaupa sterkt áfengi nema í sennilega einni verslun á landinu.
* Mjög takmarkað vöruúrval sem mundi bara kosta það að ef þú vilt kaupa þinn ákveðna bjór t.d. gætir þú bara nálgast hann í einn ákveðni búð á höfuðborgarsvæðinu því hann er hvergi annarstaðar seldur eða bara ekki seldur yfir höfuð. Úrvalið á léttvíni yrði bara brandari miðað við hvað það er í dag.
* Fólk á minnstu stöðunum úti á landi ætti í mörgum tilfellum ekki kost á að nálast áfengi nema þá í MJÖG litlu úrvali. Þyrfti að panta sterkt áfengi og láta senda til sín. Ef mundi koma hvað verst niður á landsbyggðinni þessar breytingar.
* Verslanirnar þyrftu að vera með starfsfólk sem er 20 ára og eldra í vinnu til að meiga afgreiða áfengi.
* Verðið áfengi mundi sennilega hækka.
* ca. 400 mann sem starfa hjá ÁTVR í dag mundu missa vinnuna sína.
Reynið svo að segja mér að það sé kostur að sala áfengi verði gefin frjáls.
Guðmundur (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 09:11
Þú getur ekki borði Ísland saman við önnur lönd í evrópu. Vegna þess hve við erum fámenn þá mundi það aldrei standa undir sér að verða með vínbúðir sem selja bara sterkt áfengi þar sem salan á sterku áfengi er bara 7% af heildarsölu ÁTVR. Segir sig bara sjálft og reynið nú aðeins að átta ykkur á staðreyndum málsins og hvaða afleiðingar þetta mun hafa fyrir fólk.
Guðmundur (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.