16.3.2007 | 07:49
Ich bin Vido Olafsson...........
Gjallarhornið hefur ráðið sig í smá vinnu hérna í Salzburg hjá fyrirtæki sem sér um þjónustustörf á stórum ráðstefnum hér í borg. Á miðvikudaginn var fyrsti dagurinn hjá mér og þjónaði ég á 1500 manna læknaráðstefni um Alzeimer og Parkinson. Það sem bjargaði mér að flest allir gestirnir eru enskumælandi þannig að þýskukunnáttan mín varð ekki vandræðaleg gagnvart gestunum. En samstarfsfólk mitt brosti líklega oft út í annað þegar ég var að reyna að tjá mig við þau en það er ekki mér að kenna ef að þetta fólk skilur ekki sitt eigið tungumál.
Þar sem nafnið mitt Kjartan er ekki það auðveldasta fyrir útlendinga að segja þá hef ég tekið þann pól í hæðina að láta kalla mig Vidó og er ég kallaður Vídó í vinnunni og á handboltaæfingum. En það sem ég hræddastur við er að Mannanafnanefnd frétti af þessu og ég fái á mig útgefna kæru. Ég sótti um að fá að bera Vídó sem millinafn fyrir nokkrum árum og var mér formlega hafnað af Mannanafnanefnd þannig að ég er í raun og veru að brjóta af mér með þessu. En hvað með það ég læt ekki einhverja nefnd segja mér fyrir verkum og ER og VERÐ alltaf VÍDÓ...
Þar sem nafnið mitt Kjartan er ekki það auðveldasta fyrir útlendinga að segja þá hef ég tekið þann pól í hæðina að láta kalla mig Vidó og er ég kallaður Vídó í vinnunni og á handboltaæfingum. En það sem ég hræddastur við er að Mannanafnanefnd frétti af þessu og ég fái á mig útgefna kæru. Ég sótti um að fá að bera Vídó sem millinafn fyrir nokkrum árum og var mér formlega hafnað af Mannanafnanefnd þannig að ég er í raun og veru að brjóta af mér með þessu. En hvað með það ég læt ekki einhverja nefnd segja mér fyrir verkum og ER og VERÐ alltaf VÍDÓ...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.