14.3.2007 | 08:04
Williams formúlukarl styður Jón Ásgeir......
Ég held að ein súrasta grein sem morgunblaðið hefur sett á prent hafi verið í blaðinu í morgun. Það skrifaði eigandi Williams formúlu 1 liðsins grein um ágæti Jóns Ásgeirs. Nú er best að taka það fram að Jón Ásgeir þekki ég ekki neitt. En þessi grein frá mr. Williams er til þess að láta okkur Íslendinga vita hvað mr.Williams þykir Jón Ásgeir góður karl. Gott og vel að mr.Williams hafi álit á okkar manni í London en það má ekki gleyma því að Hamleys sem er í eigu Baugs er einn af stæðstu auglýsendum á bílum formúlu 1 liðs Williams, ætli sú staðreynd hafi eitthvað með álit mr. Williams á Jóni Ásgeiri.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er nú ekki búin að sjá þessa grein en er þetta ekki svipað og oft á tíðum þegar að fólk fer að skrifa lofsamlegar greinar um fólk fyrir kosningar og prófkjör og annað slíkt - menn er jú oft að skrifa beint af önglinum - oft hið vænsta fólk. - Svo er hitt afhverju ætti maður að vera að skrifa vel um einhvern og hafa ekkert upp úr því - he he
Gilli Foster (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 06:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.