12.3.2007 | 15:54
Væl í landsbyggðinni...
Er það orðið þannig að staða landsbyggðarinnar á Íslandi sé svo slæm að
landsbyggðin keppist um að væla utan í ríkisstjórninni í þeirri von að
á þau sé hlustað. Vestfirðingar héldu fund um sín vandamál, eyjamenn
reyna að berjast fyrir betri og bættum samgöngum til eyja, Húsvíkingar
vilja fá álver, þessir vilja fá jarðgöng og þessi vill fá hitt. Er það
orðið þannig að allur þungi framkvæmda á landinu er fyrir 101 og það
fólk sem býr á höfuðborgarsvæðinu, eða landsbyggðin búin að sjá það út
að það borgar sig að gráta aðeins utan í ráðamönnum og þá er þeim komið
til aðstoðar? Gjallarhornið er hættur að skylja þetta.
landsbyggðin keppist um að væla utan í ríkisstjórninni í þeirri von að
á þau sé hlustað. Vestfirðingar héldu fund um sín vandamál, eyjamenn
reyna að berjast fyrir betri og bættum samgöngum til eyja, Húsvíkingar
vilja fá álver, þessir vilja fá jarðgöng og þessi vill fá hitt. Er það
orðið þannig að allur þungi framkvæmda á landinu er fyrir 101 og það
fólk sem býr á höfuðborgarsvæðinu, eða landsbyggðin búin að sjá það út
að það borgar sig að gráta aðeins utan í ráðamönnum og þá er þeim komið
til aðstoðar? Gjallarhornið er hættur að skylja þetta.
Ríkisstjórnin mun ræða um vandamál Vestfjarða á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þegar maður les svona framsetningu skilur maður af hverju málin eru eins og þau eru. Skilning á vandamálum landsins vantar.
klakinn (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 16:08
Ástæðan fyrir þessari framsetningu minni er sú að mér finnst allt of mikið ætlast til af hinu opinbera og á það jafn mikið við um fólkið í 101 og á landsbyggðinni. Ég skil fullkomnlega áhyggjur þeirra fyrir vestan, staða þeirra er langt frá því að vera góð. En er það ríkinu að kenna. Að hluta mætti segja að ríkið gæti hafa gert betur fyrir þennan fjórðung en ríkið hefur gert ýmislegt t.d. var línuívilnun sett á að til þess að styrkja byggðir sem stunduðu línuveiðar og voru vestfirðingar sem borðust hvað harðast fyrir þessari lagasetningu.
Ég er landsbyggðarmaður í húð og hár og skyl vel vanda landsbyggðarinnar en eru það ekki við sem bjuggum eða þeir sem búa á landsbyggðinni sem eigum að snúa vörn í sókn. Ríkið getur ekki alltaf bjargað öllu. Þessir stjórnmálamenn eru svo misjafnir að ég treysti frekar fólkinu á stöðunum til þess. T.d. þegar Já 118 lokaði á Ísafirði þá fór Halldór bæjarstjóri fram á viðræðum um kaup á Já 118, þarna reyndu heimamenn að snúa vörn í sókn.
Það má vel vera að þessi skrif mín séu fáranleg en þetta er nú samt skoðun Gjallarhornsins og gjallarhornið er landsbyggðarmaður.
Kjartan Vídó, 12.3.2007 kl. 16:55
Ég hef ekki myndað mér skoðun á því hvaða ríkisstjórn ég myndi vilja sjá eftir kosningar. Ég verð svo "heppinn" að ég kem ekki til Íslands fyrr en í endan á júlí þannig að ég missi af ölli kosningakarpinu. Sú sem færir mér fréttir er hún amma mín Vídó. En þetta verða líklega spennandi kosningar og margt á eftir að gerast á þessum fáu dögum fyrir kosningar.
Kjartan Vídó, 14.3.2007 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.