11.3.2007 | 08:16
Grafskipið Vestmannaey......
Ég las það að nú ætti að taka grafskipið Vestmannaey og brjóta það niður í brotamálma og selja úr landi. Skipinu var lagt á síðasta ári en það hefur þjónað Vestmannaeyja höfn frá árinu 1935. Ég á eftir að sakna þess að sjá ekki grafskipið þegar ég kem til eyja. Það er jú á grafskipinu sem allur minn sjómannsferill er og segist ég oft hafa verið eitt sumar á dagróðrarbát. En aldrei fórum við lengra en 20-30 metra frá landi. Ég starfaði hjá Vestmannaeyjahöfn árið 1997 og líkaði það vel. Á grafskipinu hafði ég það hlutverk að fara með sandprammana og tæma þá fyrir utan Ystaklett og var notast við þá aðferð að sleppa sandinum þegar gat opnaðist við Bjarnarey. Um borð voru frábærir menn, Jói á Þristinum, Hafsteinn Hestahnútur og Gísli Óskars með betri mönnum var ekki hægt að vinna, endalausar sögur og skemmtileg heit. Ég held ég endi þetta á orðum sem að bróðir afa hann Eggert sem var vélstjóri á grafskipinu í mörg ár notaði alltaf um borð: "Það eru bara greifar sem starfa á grafaranum." Nú hverfur mín sjánlega minning um minn sjómannsferil og verð ég að notast við sögur og minningar til þess að rifja upp þennan skemmtilega tíma minn sem sjómaður.
Upplýsingar um grafskipið Heimey.
http://www.heimaslod.is/?title=Grafskipi%C3%B0
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.3.2007 kl. 13:52 | Facebook
Athugasemdir
Já ég tek undir það, átti góðar minningar frá því að ég vann eitt sumarið á skipinu með sem var alveg úrvals menn og einskonar þjóðflokkur útaf fyrir sig.
Hermann Ingi (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 17:34
Tek undir saknaðarorð um Grafskipið. Var þar um borð með ekki ómerkari mönnum en Jóni á Gjábakka, Begga (pabba Garðars í Tréverk) og Eggert Ólafssyni Vélstjóra. svo vorum við tveir peyjar ég og Valgarð Jónsson.
Geir Reynis......Fyrrverandi háseti á Grafskipinu Vestmannaey.
Geir Reynis (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.