On the road again...

Er að leggja af stað frá Salzburg til Fredrikshaven og til baka aftur í kvöld. Verð líklega 9 klst að keyra þessa leið. Þökk sé frábæri þjónustu Heimsferða þá þarf ég að leggja í þetta ferðalag. Eins gott að ekkert komi fyrir Gjallarhornið og hann komist óskaddaður úr þessari ferð. Þetta eru 950 km og það verður iPotinn sem heldur mér við efnið á leiðinni heim.

 

Uppfært: Gjallarhornið er aftur kominn heim til Salzburg, 9 klst fóru í þetta ferðalag og gekk það vel. Meðalhraði 150km hraði á frábærum Benz E 220. Hélt mér vakandi síðustu klukkutímanna með söng, maður sofnar ekki við eigin tóna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Vídó

Kæri frændi. Ég hef búið í Salzburg í tvo ár en það var aftur á móti gamla settið sem sem var að fara með Herjólfi í dag og þau eru reyndar núna í skipinu í 25 metrum á sekúndu og við þannig aðstæður þá er bara best að halda sig í Salzburg.
Kysstu þá gömlu frá mér, hugsa mikið til ykkar.

Kjartan Vídó, 10.3.2007 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband