Gettu Betur Davíð Jónsson!!!

Í gærkvöldi horfði ég á Gettu Bettur en þar áttust við Verzlunarskólinn og Menntaskólinn á Akureyri. Í hraðaspurningunum í byrjun þegar MA var að svara þá kom upp eftirfarandi spurning: Hvar hófst eldgos 23.janúar 1973. MA svaraði í Vestmannaeyjum en Verzló svaraði seinna á Heimaey. Bæði lið fengu rétt fyrir en eftir því sem ég best veit hófst gosið á Heimey ekki Vestmannaeyjum. Heimaey er stæðsta eyjann í Vestmannaeyjaklasanum og er eina eyjan sem hefur íbúa með fasta búsetu. Þarna hefði átt að gefa MA rangt fyrir sitt svar en þess í stað fengu bæði lið rétt fyrir sitt hvort svarið. 

 

Fróðleikur um Vestmannaeyjar

http://heimaslod.is/?title=Heimaey

Rétt skal vera rétt og þeir sem kíkja á fróðleikinn um Vestmannaeyjar skulu lesa sér til um Brandinn sem er fallegasta eyjann í Vestmanneyjaklasanum.  


mbl.is Verzlunarskólinn sigraði Menntaskólann á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já tók eftir þessu líka - og er sama sinnis og þú kæri vinur - sérstakt að gefa rétt fyrir þetta - vann einu sinni spurninga keppni á meðal grunnskólabarna út á þessu sömu spurningu og þar gaf dómarinn rangt fyrir Vestmannaeyjar - en rétt fyrir Heimaey  sem er náttúruelga hárrétt og nota bene þetta var þegar ég var svona 9 ára. kveðja Fosterinn

Gisli Hjartarson (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 08:38

2 identicon

Ég hafði ákveðið fyrirfram að Vestmannaeyjagosið og Heimaeyjargosið væru sami atburðurinn. Takk samt fyrir ábendinguna.

Davíð Jónsson (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 19:10

3 Smámynd: Kjartan Vídó

Kæri Davíð takk fyrir svarið þitt en ég þekki ekkert gos sem kallast Vestmannaeyjagosið en ég skil vel þennan rugling enda Heimey alltaf kölluð Vestmannaeyjar, Herjólfur siglir til Vestmannaeyja en ekki Heimaeyjar. 

Kjartan Vídó, 7.3.2007 kl. 07:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband