Að horfa á X Factor er góð skemmtun....

Framleiðsla 365 ljósvakamiðla á X Factor er fyrirtækinu til sóma. Þessir þáttur er frábær skemmtun og alltaf eitthvað sem kemur á óvart. Í kvöld datt Alan út og átti hann það ekki skilið miðað við söng hans fyrr í kvöld, HARA átti heldur ekki að vera á botninum en svona er þetta víst þegar þjóðin fær að kjósa. Það sem mér fannst hvað skemmtilegast og það sem kom mér hvað mest á óvart voru viðbrögð Höllu Villhjálms, Páls Óskars og Einars Bárðar, þessir einstaklingar grétu yfir úrslitinum og gefur þessa viðbrögð kannski ágætt innsýn inn í þá vinnu sem að þessir einstaklingar leggja í vinnu sína fyrir þáttinn og hvern þáttakenda. En ég trúi því ekki hversu lengi Gylfi og Inga ætla að haldast inn í þættinum. Jogvan er víst uppáhaldið hjá frúnni og brosið hún í hringi þegar hann syngur, ég er svona í lausu lofti með hverjum ég á að halda. En Jogvan er frábær en af því að konan er svona hrifin af honum þá get ég ekki haldið með honum. Ég ætla að velja HARA því ég kannast svo svakalega við þær. Þær hljóta hafa afgreitt ís í Eden í denn þegar ég kíkti þangað í kaffi.
En í kvöld voru það tárin sem voru best.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband