Breytingar á fjölmiðlamarkaðnum!!!

Heimur fjölmiðlanna breytist hratt. Í dag frétti ég að héraðsblaðið Fréttir í eyjum væri að kaupa upp sinn samkeppnisaðila. Fréttir hafa verið gefin út í fjölda ára og fyrir fimm árum byrjaði að koma út vikulega blaðið Vaktin. Vaktin rekur jafnframt www.eyjar.net sem er fréttasíða fyrir Vestmannaeyjar. Fréttum er dreift til áskrifenda en Vaktin hefur komið án endurgjalds með póstinum. Ég get ekki með nokkru móti séð að þessi kaup frétta sé af viðskiptalegum toga enda markaðurinn í eyjum er lítill og það hlýtur að vera erfitt að vera með tvo blöð fyrir 4000 íbúa. . Eftir mínum bestu heimildum mun Vaktin halda áfram að koma út. Mig grunar að þarna sé samt verið að þakka niður í rödd sem að sumir hófar eru ekki hrifnir af. Ég hef alltaf haft gaman af Vaktinni, gott blað sem hægt var að lesa á netinu. Ég vona að Vaktin komi út sem lengst.
Svo eru það önnur vonbrigði sem ég frétti um síðustu helgi. Ég hef haft lengi mikin áhuga á matreyðslu og ákvað fyrir um áramótin að gerast áskrifandi að blaðinu Bistró. Ég hef fengið sent eitt tölublað og var ég ánægður með það og hlakkaði til að fá það næsta. En núna hef ég fengið það staðfest að Birtingur hefur keypt Bistró og geri ég ráð fyrir því að blaðið verði lagt niður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Vídó

Kæra Hanna Birna, ég biðst afsökunar á þessu. Þegar ég hugsa til baka þá eru 2 ár frá því ég flutt hingað út og Vaktin var jú löngu byrjuð þá.

Kjartan Vídó, 19.2.2007 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband