18.2.2007 | 17:11
Að trúa á eitthvað.
Fyrir mér er mikilvægt að trúa á eitthvað, hvað sem viðkomandi trúir á. Ég hef valið mér trú og það trú á upprisu Jesú Krist. Ég tók þátt í starfi Þjóðkirkjunar þegar ég bjó heima á Íslandi, starfaði þar í nokkur ár sem sunnudagaskólakennari og gaf það mér mikið.
Í dag er ég meðlimur í kirkju hérna í Salzburg, þessi kirkja heitir Salzburg International Christian Chursh. Þetta er enskumælandi söfnuður og eru um 100 meðlimir í kirkjunni þó misvirkir eins og gengur og gerist. Það sem hefur heillast mig hvað mest við þessa kirkju er það að kirkjan fær enga óbinbera styrki. Hún er rekin fyrir fé sem að núverandi og fyrrverandi félagar í kirkjunni gefa. Ég hef oft verið að pæla í samskotum en þarna lærði ég mikilvægi þeirra. Fyrir mér skiptir máli að hafa þessa kirkju. Ég tók þá ákvörðun að vera ekki bara þiggjandi þarna eins og var að hluta til í þjóðkirkjunni. Þarna gef ég hluta af okkar mánaðlegu innkomu, ég tek þátt í starfi kirkjunar og reyni að leggja mitt af mörkum. Ég hef alltaf verið hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju á Íslandi og eftir reynslu mína hérna í Salzburg tel ég það mikilvægt fyrir kirkjuna að hún fái frelsi frá ríkinu. Ég tel að innan fárra ára muni ríki og kirkja verða aðskilin og þarf kirkjan að fara að undirbúa sig undir það hið fyrsta.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:55 | Facebook
Athugasemdir
Þú ert semsagt Kjartan Ólafsson?
Snorri Bergz, 18.2.2007 kl. 17:28
Ha já já ég er Kjartan Ólafsson, þú fyrirgefur en þekki ég þig? Ég er slappur að muna eftir fólki.
Kjartan Vídó, 18.2.2007 kl. 17:35
Þú ætlar sem sagt að gera okkur vini þína atvinnulausa í framtíðinni.
Stefán Einar Stefánsson (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 20:22
Elsku Stefán minn þegar að því kemur að ríki og kirkja hafa verið aðskilin þá geri ég ráð fyrir því að ríkið skilji þannig við kirkjuna að sómi sé af. Kirkjan okkar er sterkur partur af okkar samfélagi og einn af okkar mikilvægustu hlekkjum. Ég vil starfa í kirkju þar sem ég þarf að leggja eitthvað fram til þess að kirkjan geti starfað. Að vera þáttakandi en ekki bara þiggjandi er frábært og hefur þáttaka mín í þessari kirkju breytt minni trú. Þegar ég byrjaði í þessari kirkju þá var hvað ánægðastur með að þekkja ekki nokkurn mann þarna inni fá bara að vera ég án þess að þekkja flesta eins og það vill oft verða á Íslandi.
Þú verður nú að koma hingað út og kíkja á slóðir Mozarts og hitta vinkonu mína Grace Bumbrey söngkonu þið gætuð nú spjallað um klassíska tónlist.
kjartanvido (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 20:42
Ég er nú á því að aðkilnaður verði ekki svona einn tveir og þrír en það má fara að skilgreina hlutverk þessarar stofnunar betur út frá boðun Krists. Ég tel hann einmitt hafa komið til að afnema trúarlegt yfirvald á mannlegum forsendum og færa trúnna til fólksins. Ég skrifaði eitt sinn vangaveltur um þetta á blogginu mínu: http://prakkarinn.blog.is/blog/prakkarinn/category/11/
Greinin heitir: Kristur Herbalife og Kirkjan. Gaman væri að heyra skoðun þína á þessu.
Jón Steinar Ragnarsson, 20.2.2007 kl. 02:08
Ástæða þess að ég tel að Þjóðkirkjan þurfi að fara að vinna í sínum málum er sú að hún þarf aðlögunartíma til þess að takast á við nýtt hlutverk. Og það er einmitt þetta nýja hlutverk hennar sem þarf að skilgreina og vinna að. Það væri Alþingi til skammar að breyta þessu 1 2 og 3 og ég hef ekki trú á því að þeir geri það. En að mínum dómi þarf kirkjan að taka á skarið vegna þess að þetta gerist innan fárra ára.
Ég mun kíkja á þessa grein.
Kjartan Vídó, 20.2.2007 kl. 10:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.