12.2.2007 | 13:26
Hin nýja Framsókn!!!
Já framsóknarmenn eiga erfitt þessa daganna og ég er farinn að vorkenna þeim soldið. Það getur ekki verið gott að þurfa að horfa upp á hverja skoðannakönnunina á fætur annari þar sem flokkurinn minnkar og minnkar. Það er ábyggilega ágætis fólk í Framsóknarflokknum en ég þekki fá félagsmenn þar. Ég hef áður skrifað um snilli Bjarna Harðarsonar og er hann um þessar mundir minn uppáhalds stjórnmálamaður . Ég er einnig svo heppinn að þekkja einn af fáu ungu framsóknarmönnunum. Mig grunar miðað við hvað hann er klár að hann hafi metið það þannig að það væri auðveldara að klífa upp á topp framsóknarflokksins en Sjálfstæðisflokksins. Svo þekki ég auðvitað lítin bakaradreng sem bakaði bara vandræði
En ég verð að segja það að félag ungra framsóknarmanna í Skagafirði sé líklega með bestu ályktun sem að framsóknarfélag hefur sent frá sér. Þeir hafa gefið það út að þeir vilja ekki dansa lengur við Sjálfstæðisflokkinn. Það sem þeir gleyma er að miðað við kannanir þá er framsóknarflokkurinn varla í stöðu nema að ná inn 2-4 þingmönnum og það þarf sterkara partý en það til að dansa við Sjálfstæðisflokkinn á þingi.
En annars eru PR-menn Framsóknarflokksins að fara af stað með sína kosningabaráttu og verður slagorðið í ár. Framsókn - sterkari en Pilsner!. Ég held að það sé allt sem segja þarf um þennan blessaða flokk.
Vilja ekki að Framsóknarflokkur myndi áfram stjórn með Sjálfstæðisflokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:07 | Facebook
Athugasemdir
Það væri það besta sem fyrir gæti komið íslensk stjórnmál að Framsóknarflokkurinn hyrfi á spjöld sögunar. Ef Valgerður og Guðni mynda hinn nýja þingflokk Framsóknar eftir næstu kosningar, og yrði það síðasti naglinn í líkkistu Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn á ekkert erindi í íslensk stjórnmál frekar en Frjálslyndi flokkurinn.
Siggi (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 13:48
Ef Framsóknarflokkurinn á ekki erindi í íslenzk stjórnnmál hvað þá með svokölluðu
Vinstri-græna og Samfylkingu? Hver er grunnhugsun þessara flokka gagnvart
ÍSLENZKU samfélagi? Vinstri- grænir eru afdánkaðir sósíalistar frá síðustu öld.
Halda enn að moldarkofar og hundasúrur séu á boðstólnum, fyrir utan
ábyrgðarlausa afstöðu í öryggis- og varnarmála þjóðarinnar. Og helsta
keppikefli krata er að troða Íslandi inn í hið miðstýrða Stórríki Evrópu, ESB, og
þannig stórskerða fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar. - Þannig að ef einhverjir
flokkar ættu virkilega að hverfa úr íslenzkum stjórnmálum þá eru það einmitt þessir tveir vinstriflokkar!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.2.2007 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.