3.2.2007 | 07:10
Góðar fréttir frá eyjum.
Það eru ánægulegar fréttir sem berast frá Vestmannaeyjum í dag. Á baksíðu Morgunblaðsins er fjallað um fjárfestingu Magnúsar Kristinssonar hjá Berg Huginn ehf. og Þórður Rafns Sigurðssonar hjá DalaRafni ehf.
Í síðustu viku bárust þær fréttir að Rabbi á DalaRafn hefði selt Stíganda bát sinn og hugsaði ég með mér að núna væri verið að leggja enn einum bátnum og einhverjir myndu missa vinnuna. En í gær skrifaði Rabbi undir samning við skipasmíðastöð í Póllandi um smíði á nýju skipi sem væntanlega fær nafnið DalaRafn VE. Það ánægulegasta við þessar fréttir er að gamli DalaRafn verður gerður út af Stíganda.
Í gær voru einnig merk tímamót hjá Magga Kristinns og fjölskyldu þegar tveimur nýjum bátum í þeirra eigu voru gefin nöfn Vestmannaey og Bergey. Fjölskyldan á fyrir Vestmannaey og Smáey. Vestmannaey hefur núna verið lagt á meðan beðið er eftir nýja skipinu og ég hef ekki heimildir um það hvað verður af Smáey þegar Bergey kemur til landsins.
Þessir tveir útgerðamenn hafa með þessu fjárfest í nýjum skipum og varanlegum kvóta fyrir 2.8 milljarða króna. Þessir menn hafa trú á Vestmannaeyjum sem samfélagi og því leggjast þeir í þessa fjárfestingu. Á síðasta ári fékk Ísfélagið nýtt skip sem ber nafnið Guðmundur, útgerðafélagið Ufsaberg á von á nýju skipi á þessu ári. Þessar fréttir eru þær best sem komið hafa frá eyjum í langan tíma. Við skulum vona að þetta sé byrjunin á einhverju stærra og betra fyrir samfélagið í suðri sem hefur haft það miklu betra.
Hérna fyrir neðan eru tenglar á þessar fréttir:
http://www.sudurland.is/Eyjafrettir.asp?View=Article&ID=6293
http://www.sudurland.is/Eyjafrettir.asp?View=Article&ID=6294
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kæra Anna, mig minnir að afi minn Siggi Vídó hafi verið skiptstjóri á skipinu þegar þú varst um borð, passar það ekki?
kjartanvido (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 08:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.