Er þetta næst síðasti leikur Óla Stef?

Það er stutt í leik Íslands á móti Rússlandi um það hvort liðið leikur
um 5.sætið á HM í Þýskalandi. Strákarnir hafa spilað frábærlega á þessu
móti. En ég er hræddur um að þeir séu orðnir frekar þreyttir í
líkamanum enda erfitt að spila þessa leiki á svona fáum dögum. En það
sem ég hræddastur um er það að þetta verði næst síðasti leikur Óla Stef
með landsliðinu. Hann er búinn að spila í mörg ár og mig grunar að
þetta verði hans síðasta stórmót og hann hætti eftir leikinn um sæti.
Hann hefur spilað frábærlega á þessu móti, hann er meiddur á öxl en
alltaf gefur hann sig 100% í allt sem hann gerir. Ég held að hann sé
þannig persóna að hvað sem hann gerir gerir hann vel og alltaf 100%. En
vonandi náum við að klára rússana í kvöld og spila svo um 5-6.sætið í
framhaldinu. GANGI YKKUR VEL....
mbl.is Arnór fyrir Einar, Róland reynir, Snorri slappur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband