31.1.2007 | 09:44
Túnfiskur og cuscus.
Fyrir nokkrum dögum bauð ég vinum okkar hérna í Salzburg í mat. Mig dreymdi rétt um daginn sem ég ákvað að prufa á liðinu. Byrjaði að útbúa kraftmikið kjúklingasoð og setti út í soðið hvítlauk og chili og lét þetta sjóða saman og helti svo þessu yfir cuscus-ið og skar niður rukolasalat og setti út í cuscus-ið til að fá smá lit í þetta. Kryddaði svo túnfiskinn vel með sitrónupipar og steikti á pönnu í örskamma stund. Bjó svo til cuscus hrúgu á diskinn og skar niður túnfiskinn í þunnar sneiðar og lagði yfir hrúguna og dassaði svo smá sojasósu yfir. Þetta bragðaðist ágætlega og það má segja að þetta hafi verið góður draumur.
Japanar draga úr túnfiskveiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.