Túnfiskur og cuscus.

tunfiskurFyrir nokkrum dögum bauð ég vinum okkar hérna í Salzburg í mat. Mig dreymdi rétt um daginn sem ég ákvað að prufa á liðinu. Byrjaði að útbúa kraftmikið kjúklingasoð og setti út í soðið hvítlauk og chili og lét þetta sjóða saman og helti svo þessu yfir cuscus-ið og skar niður rukolasalat og setti út í cuscus-ið til að fá smá lit í þetta. Kryddaði svo túnfiskinn vel með sitrónupipar og steikti á pönnu í örskamma stund. Bjó svo til cuscus hrúgu á diskinn og skar niður túnfiskinn í þunnar sneiðar og lagði yfir hrúguna og dassaði svo smá sojasósu yfir. Þetta bragðaðist ágætlega og það má segja að þetta hafi verið góður draumur.


mbl.is Japanar draga úr túnfiskveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband