31.1.2007 | 09:20
Fangaverðir segja upp störfum.
Í fréttum í gærkvöldi var fjallað um það að stórhluti fangavarða á Íslandi væri búinn að senda Fangelsismálastjórn uppsagnarbréf. Þessi blessaða starfstétt er víst eitthvað óhress með launin sín og ekkert að því að þeir séu ósáttir með þau. En í gærkvöldi var líka frétt sem fjallaði um það að einhverjir ógæfukrakkar sem voru úrskurðuð í gæsuvarðhald fyrr um daginn og voru vistuð í fangelsinu á Akureyri hefði strokið þaðan og voru handtekin aftur á leið sinni til Reykavíkur. Mér finnst þessi frétt um strokufangana eitt besta innlegg inn í þessar kjaraviðræður fangavarða og ríkissins.
Það væri þá ekki að á endanum væri hægt að búa til íslenskan Prison Break þátt sem sýndir yrði á Skjá Einum eða Sirkus.
Það væri þá ekki að á endanum væri hægt að búa til íslenskan Prison Break þátt sem sýndir yrði á Skjá Einum eða Sirkus.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.