IcelandExpress að skoða það að fljúga á Gatwick

plane2-151x49Ég sem viðskiptavinur IcelandExpress heyrði það óvart um daginn frá starfsmanni IcelandExpress að þeir væru að skoða það að hætta að fljúga á Standsted og byrja þess í stað að fljúga á Gatwick. Ég flýg með IcelandExpress nokkrum sinnum á ári á ferðalögum mínum frá Salzburg til Íslands og kann ég vel við þetta flugfélag. Það er góð þjónusta um borð og gott pláss í þessum flugvélum. En aðalástæðan fyrir því að ég nota þá er að frá Salzburg er flogið með Ryanair á Standsted og þaðan get ég komist heim til Íslands. En ef að þeir breyta þessu þá verð ég fara að finna mér nýjar leiðir til þess að komast mína leið. Að vísu nota ég www.dohop.com mikið þegar ég er að ferðast eitthvað og er þessu vefur mikil snilld. En ef einhver frá IcelandExpress skyldi detta inná þetta blogg mitt þá skora ég á þá að halda áfram að fljúga á Standsted.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ef einhver hér frá Icelandexpress dettur hér inn þá skora ég sterklega á þá að fljúga á Gatwick. Ekki nema 15 mín keyrsla heiman frá mér þangað og hentar mér og mínum íslensku gestum frábærlega.

Svona er lífið Kjartan minn. Maður vill alltaf hafa allt eins og best er fyrir mann sjálfan. Annars finnst mér að fyrst þeir eru búnir að þjóna þér svona vel og lengi að það sé komið að mér og mínum

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.1.2007 kl. 15:21

2 Smámynd: Kjartan Vídó

Katrín við gerum þá samning, flogið á Gatwick þrisvar sinnum í viku og 4 sinnum í viku á Standsted þá ættum við að vera sátt.

Kjartan Vídó, 30.1.2007 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband