Færsluflokkur: Matur og drykkur

Ein með öllu og meira til...

Hvernig getur einstaklingur borðar allan þennan fjölda á svo skömmum tíma og drukkið eitthvað af gosi með. Ég er mikill áhugamaður um pulsur og reyni ég að fá mér pulsur á hverjum stað sem ég heimsæki. Að mínu mati eru pulsur með chillisósu í Bandaríkjunum þær bestu hingað til, einnig eru góðar pulsur á Strikinu en uppáhalds pulsusalinn minn er hérna í Salzburg. Þangað kíki ég reglulega c.a. 2-3 í viku og fæ ég mér oftast ostapulsu eða Salzburger. Þangað fer ég með alla gesti sem koma hingað og býð þeim upp á það besta sem pulsusalinn hefur upp á að bjóða. Eitt sinn borðaði ég þrjár ostapulsur og það líklega á 15 mínútum og var ég að drepast úr seddu á eftir þannig að ég skili ekki hvernig hægt er að borða 36 pulsur á 12 mínútum. En ein með öllu er lang best alveg sama í hvaða landi það er, ég stefni að vera með bók um pulsur fyrir næstu jól.
mbl.is Át 36 pylsur á 12 mínútum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Túnfiskur og cuscus.

tunfiskurFyrir nokkrum dögum bauð ég vinum okkar hérna í Salzburg í mat. Mig dreymdi rétt um daginn sem ég ákvað að prufa á liðinu. Byrjaði að útbúa kraftmikið kjúklingasoð og setti út í soðið hvítlauk og chili og lét þetta sjóða saman og helti svo þessu yfir cuscus-ið og skar niður rukolasalat og setti út í cuscus-ið til að fá smá lit í þetta. Kryddaði svo túnfiskinn vel með sitrónupipar og steikti á pönnu í örskamma stund. Bjó svo til cuscus hrúgu á diskinn og skar niður túnfiskinn í þunnar sneiðar og lagði yfir hrúguna og dassaði svo smá sojasósu yfir. Þetta bragðaðist ágætlega og það má segja að þetta hafi verið góður draumur.


mbl.is Japanar draga úr túnfiskveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband