Færsluflokkur: Kvikmyndir
3.6.2007 | 07:20
Madea´s Family Reunion fær 5 Gjallarhorn
Gjallarhornið ákvað í gærkvöldi að halda út í vídeo leigu og ná í eins og eina DVD mynd, þegar þangað var komið þá fannst Gjallarhorninu lítið um úrval og endaði með Made´s Family Reunion. Miðað við útlitið á þessari mynd þá bjóst ég við einhverri gamanmynd með fullt af piss, kúk og prumt humor og náði hún þeim mörkum á nokkrum stöðum í myndinni. Ef þessi mynd er líklega ein sú furðulegast sem ég hef séð og hvet ég alla sem vilja vera orðlausa yfir því hversu fáranlega, lélega, fyndna og væmna mynd hægt er að framleiða. En þessi mynd fær 5 Gjallarhorn fyrir svakalega væmni í endakafla en viðbrögðin við honum voru mikill hlátur og aumingjahrollur og eftir sjá að hafa tekið þessa mynd.
PS:
Takið eftir því hvað Mades´s í þessari mynd er lík þingmanninum Bjarna Ben, fyndið að sjá Bjarna svartan, með hvítt hár og 170 kg.