Færsluflokkur: Ferðalög

Dead bolt in rooms

Er að fara til London næstu helgi að horfa á fótbolta og ég var að skoða hótelið sem við gistum á og það er "Dead bolt in rooms" nú hef ég farið nokkuð víða og gist á mörgum hotelum en "Dead bolt in rooms" hef ég aldrei séð áður. Getur einhvern útskýrt fyrir mér hvað það er?

Þjónusta Heimsferða á heimsenda...

Magnað fyrirtæki Heimsferðir, tengdamamma og tengdaamma eiga bókað hingað út á laugardaginn og heim eftir viku. Ætluðu að nota beinaflugið hingað þannig að það væri auðveldara fyrir þá gömlu að koma og heimsækja okkur. Í dag hringir svo starfsmaður Heimsferða og tilkynnir að búið sé að breyta heimfluginu. Vegna þess hversu bókað farþegar séu fáir þá ætli þeir að fella það niður og keyra með alla í rútu í 3-4 tíma til Fredrikshaven og fljúga heim með IcelandExpress. Ég hringdi og ræddu í dag við starfsmenn Heimsferða og segja þér að þeir geti þetta. Í bætu ætli þeir að bjóða uppá samlokur og vatn í rútunni. Frábært þjónustufyrirtæki.

IcelandExpress að skoða það að fljúga á Gatwick

plane2-151x49Ég sem viðskiptavinur IcelandExpress heyrði það óvart um daginn frá starfsmanni IcelandExpress að þeir væru að skoða það að hætta að fljúga á Standsted og byrja þess í stað að fljúga á Gatwick. Ég flýg með IcelandExpress nokkrum sinnum á ári á ferðalögum mínum frá Salzburg til Íslands og kann ég vel við þetta flugfélag. Það er góð þjónusta um borð og gott pláss í þessum flugvélum. En aðalástæðan fyrir því að ég nota þá er að frá Salzburg er flogið með Ryanair á Standsted og þaðan get ég komist heim til Íslands. En ef að þeir breyta þessu þá verð ég fara að finna mér nýjar leiðir til þess að komast mína leið. Að vísu nota ég www.dohop.com mikið þegar ég er að ferðast eitthvað og er þessu vefur mikil snilld. En ef einhver frá IcelandExpress skyldi detta inná þetta blogg mitt þá skora ég á þá að halda áfram að fljúga á Standsted.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband