Færsluflokkur: Dægurmál
1.2.2007 | 16:23
Árni Johnsen í þýska sjónvarpinu.
Rússland á einhverri þýskri sjónvarpstöð þegar ég sé Árna Johnsen
syngja spila á gítar í Höfðabóli. Þá er þetta einhver þáttur sem heitir
Lundi, Tröll og Menn og er sýndur á ARTE. Þetta gleður eyjamann í
Salzburg að sjá eyjarnar fögru enda fallegast staður í heimi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2007 | 11:01
Eru breskir karlmenn lélegir í rúminu?
Farsíminn mikilvægari en ástarlífið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.2.2007 | 08:00
Er það þessi sem spilar bridge við Gates?
Tölvufíkill trylltist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2007 | 19:53
Hvar má ég syngja?
Þessi blessuðu stefgjöld eru svo fáranleg að maður skilur ekkert í þeim sem áttu hugmyndina að þessum óskapnaði. En ég held samt að þessi dómur í Héraðsdómi Suðurlands sé fáranlegri en þessi stefgjöld. Ég þykist vita að þessi verslun sem að lendir í þessi sé hin magnaða Vöruval sem staðsett er í kúluhúsinu í eyjum. Ég hef komið inn á þessa kaffistofu og ég get vottað það að hún er líklega ein sú minnsta sem fyrir finnst á Íslandi, og það segir okkur að þetta útvarpstæki sem það var staðsett getur ekki með nokkru móti náð að hljóma um alla búð nema að útvarpstækið sé stærra en kaffistofan. Ég hef aldrei orðið var við tónlist þarna inni í þau skipti sem ég hef verslað þarna. Kaupmaðurinn er svo dæmdur til að greiða 23.216 krónur í STEF-gjöld auk dráttarvaxta og 150 þúsund króna í málskostnað, það má gera ráð fyrir því að mjólkin hækki í eyjum á morgun ásamt fargjaldinu í Herjólf.
En það er eitt mig mig langar að fá svar við. Ég á það til að raula með lögum sem ég er að hlusta á t.d. í bílnum eða þegar ég er á ferð með spilastokkinn (iPot) minn. Er hægt að rukka mig ef að ég er t.d. að syngja Lífið er yndislegt sem er eitt besta þjóðhátíðarlag sem samið hefur verið. Ég viðurkenni það hér að ég söng það nokkuð oft í Magdeburg þegar við vorum að vinna Frakka þannig að ég skulda ábyggilega stefgjöld fyrir það. Eða er kannski best fyrir mig bara að hætta að syngja?
Einnig tel ég þeir hjá Stef þurfi að komast að því hver samdi Ísland klapp klapp klapp Ísland klapp klapp klapp sem öskrað er á öllum landsleikjum í íþróttum. Sá einstaklingur ætti að eiga nokkrar krónur inni hjá stef.
Sannað að viðskiptavinir í verslun heyrðu í útvarpi á kaffistofu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)