Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Gleðilegan pálmasunnudag....

Já þá er vika í páskadag og vika er ekki langur tíma þegar beðið er eftir því að komast í páskegg W00t
Fyrir nokkrum árum starfaði ég sem sunnudagaskólakennari í Garðabæ og hafði mikið gaman að, einu sinni á pálmasunnudag spurði ég krakkana afhverju pálmasunnudagur kallaðist pálmasunnudagur. Ég gaf þeim svo upp nokkra skemmtilega valmöguleika en krakkarnir höfðu þetta auðvitað rétt. En ég ætla að biðja fólk sem slæðist hérna inn að svara þessari spurningu minni í kommentum.

Afhverju er pálmasunnudagur kallaður pálmasunnudagur:

1: Asnin sem Jesús sat á þegar hann kom inn í borgina hét Pálmi
2: Þetta væri dagur allra Pálma á Íslandi.
3: Af því að fólkið veifaði pálmagreinum þegar Jesú kom á asnanum inn í borgin
3: Pálmasunnudagur er sá sunnudagur sem Pálmi Haraldsson eigandi Iceland Express fæddist
4: Á þessum sunnudegi byrjaði Pálmi Gestsson sinn feril í Þjóðleikhúsinu.


Yngsti prestur landsins..

Félagi minn og vinur úr eyjum Ólafur Jóhann hefur fengið titilill yngsti prestur landsins og tekur hann við af félaga okkar Guðna Má. Það er frábært að svona mikill snillingur eins og OJ sé orðinn prestur og er verður hann eitt af okkur bestu mönnum innan kirkjunar. Til hamingju kæri vin.....
mbl.is Ólafur Jóhann Borgþórsson yngsti starfandi prestur landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að trúa á eitthvað.

Fyrir mér er mikilvægt að trúa á eitthvað, hvað sem viðkomandi trúir á. Ég hef valið mér trú og það trú á upprisu Jesú Krist. Ég tók þátt í starfi Þjóðkirkjunar þegar ég bjó heima á Íslandi, starfaði þar í nokkur ár sem sunnudagaskólakennari og gaf það mér mikið.
Í dag er ég meðlimur í kirkju hérna í Salzburg, þessi kirkja heitir Salzburg International Christian Chursh. Þetta er enskumælandi söfnuður og eru um 100 meðlimir í kirkjunni þó misvirkir eins og gengur og gerist. Það sem hefur heillast mig hvað mest við þessa kirkju er það að kirkjan fær enga óbinbera styrki. Hún er rekin fyrir fé sem að núverandi og fyrrverandi félagar í kirkjunni gefa. Ég hef oft verið að pæla í samskotum en þarna lærði ég mikilvægi þeirra. Fyrir mér skiptir máli að hafa þessa kirkju. Ég tók þá ákvörðun að vera ekki bara þiggjandi þarna eins og var að hluta til í þjóðkirkjunni. Þarna gef ég hluta af okkar mánaðlegu innkomu, ég tek þátt í starfi kirkjunar og reyni að leggja mitt af mörkum. Ég hef alltaf verið hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju á Íslandi og eftir reynslu mína hérna í Salzburg tel ég það mikilvægt fyrir kirkjuna að hún fái frelsi frá ríkinu. Ég tel að innan fárra ára muni ríki og kirkja verða aðskilin og þarf kirkjan að fara að undirbúa sig undir það hið fyrsta.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband