10.2.2008 | 13:59
Kæri Villi
Ég skrifa þér þessar línur sem flokksbundinn Sjálfstæðismaður. Ég hef starfar í flokknum frá 15.ára aldri og hef gaman af. Þegar ég byrjaði sá maður ekki sólina fyrir flokknum og allt sem flokkurinn gerði var rétt. Sem betur hefur maður þrostast og maður horfir á hlutina gagnrýnum augum.
Í dag get ég ekki með nokkru móti verið sáttur við veru þína og störf í borgarstjórn. Ef að þér þykir eitthvað vænt um Sjálfstæðisflokkinn, borgina og kjósendur þína þá ættirðu að sjá sóma þinn í því að hætta.
Að vera í pólitík er erfitt hlutverk og þú hefur fengið að vera á sviðinu frá árinu 1982. Árið 1982 var ég þriggja ára og í næstu viku verð ég 29.ára og þú ert enn á sviðinu og heldur að þú sért aðal.
Ég skora nú á þig að stíga til hliðar og gefa Sif tækifæri til að sanna sig fyrir næstu kosningar sem borgarfulltrúi. Ef að ég á að vera hreinskilin þá eigum við lítin séns í næstu kosningum með þig innanborðs.
Villi þú fyrirgefur hreinskilni mína en ég held að ég sé ekki sá eini sem er á þessari skoðun.
Þú fékkst þitt tækifæri sem aðal en nýttir það ekki.
með kveðju
Kjartan Vídó
www.eyjar.net
www.VisitWestmanIslands.com
Pólitísk staða Vilhjálms rædd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.2.2008 | 20:06
Framkvæmdastjóri óskast
Hver hefur ekki áhuga að vera framkvæmdastjóri Britney Spears, ég er að spá að senda umsókn um þessa stöðu. Maður verður að hafa gaman að lífinu.
www.eyjar.net
www.VisitWestmanIslands.com
Heimilt að reka framkvæmdastjóra Britneyjar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.2.2008 kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2008 | 14:35
Skelfilegar fréttir héðan frá Austurríki
Þessi bruni er skelfilegur og ótrúlegt að einhverjir hafi bjargast úr þessum eldsvoða. Það ríkir mikil sorg útaf þessum atburði hérna Egg.
Hérna má sjá myndir sem teknar voru á brunastað í nótt: http://your.orf.at/vbgwebcam/stories/20080208egg/bild1.php
www.eyjar.net
www.VisitWestmanIslands.com
11 létust í eldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.2.2008 kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2008 | 07:30
Hvað gerir þinn flugeldasali?
Í gær voru 180 sjálfboðaliðar Landsbjargar að vinna við það að festa niður hluti og hjálpa einstaklingum sem þurfti hjálp t.d. við að losa bíla sína. Þessir 180 einstaklingar taka ekki krónu fyrir þessa aðstoð. Þeir leggja sig í hættu við það að hjálpa náunganum þegar eitthvað bjátar á.
Hvað gerði þinn flugeldasali í gær? Var hann heima að horfa útum gluggan og hugsa um hagnaðinn af síðustu áramótasölu? Voru sölumenn og eigendur Gullborgar í útkalli í gærkvöldi? Hvar var Örn Árnason sjálfskipaður flugeldasérfræðungur á www.bomba.is?
Ég veit svarið við öllum þessum spurningum. Þessir flugeldasalar hér að ofan voru EKKI í útkalli í gær vegna óveðursins en ég veit hvað minn flugeldasali var að gera, hann var að aðstoða fólk og festa niður lausamuni.
www.eyjar.net
www.VisitWestmanIslands.com
150 útköll vegna óveðursins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.2.2008 kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.2.2008 | 07:11
Ég er svo mikill feministi að ég styð Hillary
8.2.2008 | 07:10
Vilhjálmur verður að víkja....og Svandís líka
ég held enn í þá von að Vilhjálmur sjái sóma sinn í því að víkja sem borgarfulltrúi. Ef að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að eiga einhvern möguleika í næstu kosningum þá verður hann að taka hatt sinn og staf. Ef að hann er ekki tilbúinn að bera ábyrgð á gjörðum sínum þá er ekki réttlætanlegt að láta einhverja aðra bera ábyrgðina.
Viðtal Sigmars í Kastljósinu í gær við Svandísi og Vilhjálm var með því betra sem ég hef séð. Sigmar var fastur fyrir og gaf ekkert eftir og lítið var um svör með viti hjá þeim tveimur.
Ef að satt reynist að Svandís hafi látið OR borga 800.000 lögfræðikostnað útaf persónulegum málaferlum hennar við OR þá ber henni að víkja.
Villi minn ef þú lest þetta, hættu sem fyrst gerðu okkur öllum þann greiða og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokknum.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.2.2008 | 20:23
Eyjamenn í aðalhlutverkum í kvöld
Nú held ég að Ólafur verði að velja Dr. Bjarna Geir í landsliðið hann er sá eyjamaður sem kemur næst Hemma, Tryggva og Gunnari í gæðum.
Íslendingar sigruðu Armena 2:0 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.2.2008 | 08:18
Það er nefnilega það
Það er alveg hægt ef að maður reynir að sjá eitthvað jákvætt við vinstri græna en þessi þingsályktunartillaga er held ég sé sú mesta þvæla sem hefur komið frá þeim.
Halda vinstri grænir því fram að opinberir starfsmenn kaupi vændi í einhverji mæli? Ég verð að segja það að ef að einhver opinber starfsmaður jafnt sem einhver annar kaupir sér vændi þar sem það er löglegt þá er mér skít sama.
Gefum okkur það að einhver opinber starfsmaður kaupir sér vændi eftir að hafa skrifað undir þessar siðareglur og hann borgarþað úr eigin vasa, á þá að reka viðkomandi? Þetta er eins heimskt og hægt er að hafa það.
Mætti halda að það væri keppni í að setja fram fáranlegar þingályktunartillögur á þingi þessa dagana ef marka má ráðherra eða ráðfrú eða hvað sem Steinun Valdís vill láta þetta heita.
Megi ekki kaupa vændi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.2.2008 | 07:40
Yes, we can
Obama leiðir í Kaliforníu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.2.2008 | 11:29
komst ekki en ég fer á þorrablótið
ég komst ekki á þennan Óperudansleik í Vín í gær og hafði ekki mikin áhuga, ég fer eftir nokkur ár þegar konan verður orðin fræg óperu díva. En það er á hreinu að ég fer á þorrablótið 1.mars í Vín og það verður skemmtilegri gleði heldur en eitthvað pjatt eins og þetta partý í gær
Glaumur og gleði á Óperudansleik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |