Hvað gerir þinn flugeldasali?

Í gær voru 180 sjálfboðaliðar Landsbjargar að vinna við það að festa niður hluti og hjálpa einstaklingum sem þurfti hjálp t.d. við að losa bíla sína. Þessir 180 einstaklingar taka ekki krónu fyrir þessa aðstoð. Þeir leggja sig í hættu við það að hjálpa náunganum þegar eitthvað bjátar á.

Hvað gerði þinn flugeldasali í gær? Var hann heima að horfa útum gluggan og hugsa um hagnaðinn af síðustu áramótasölu? Voru sölumenn og eigendur Gullborgar í útkalli í gærkvöldi?  Hvar var Örn Árnason sjálfskipaður flugeldasérfræðungur á www.bomba.is?

Ég veit svarið við öllum þessum spurningum. Þessir flugeldasalar hér að ofan voru EKKI í útkalli í gær vegna óveðursins en ég veit hvað minn flugeldasali var að gera, hann var að aðstoða fólk og festa niður lausamuni.

www.eyjar.net
www.VisitWestmanIslands.com


mbl.is 150 útköll vegna óveðursins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Já góð spurning.

Skulum vona að þeir flugeldasalar sem um ræðir hafi ekki þurft að þiggja hjálp sjálfir.

Einar Örn Einarsson, 9.2.2008 kl. 08:19

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Rétt hjá þér Kjartan. Ólafur það er kannski þörf fyrir Landsbjörgu þó að maður eigi ekkert sem fýkur né fjallabíl! Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 10.2.2008 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband