Færsluflokkur: Sjónvarp

Mr.Örbylgjupopp hættur að leika...

Ánægjulegt að hann sé hættur að leika, ég myndi frekar gráta ef að örbylgjupoppið góða hætti framleiðslu.

mbl.is Paul Newman hættir að leika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki missa af X Factor í kvöld....

Í kvöld bíð ég spenntur eftir því að horfa á X Factor. Yfirleitt er ég
ekki spenntur fyrir þessa þætti en fyrir þáttin í kvöld er ég nokkuð
spenntur. Ástæðan er sú að Jögvan ætlar að syngja lagið Home eftir
Michael Bublé. Þetta lag er eitt það fallegasta sem til er og er
Michael Bublé í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég sá Bublé á tónleikum hérna
í Salzburg á síðasta ári og voru það frábærir tónleikar. Leggið við
hlustið í kvöld þegar Jögvan syngur þetta lag. 

Að velja rétt..

Það getur verið erfitt að velja, hvað þá að velja rétt. Á föstudagskvöldið þá var XFactor á Stöð 2. Þessi þáttur er að takast ágætlega hjá því ágæta fyrirtæki. XFactor er miklu ferskari en Idolið sem var orðið soldið þreytt undir lokin. Í þættinum á föstudaginn þá fengu frábærir listamenn fæstu atkvæðin í atkvæðagreiðslunni og þurfti að velja að lokum hver færi heim. Ellý fékk það hlutverk að skera út hvort að það væri Siggi Kapteinn eða Gís sem færu heim. Með fulltri virðingu fyrir Ellý og Gís þá tel ég að ákvörðun Ellýjar hafi verið arfavitlaus og ég er á þeirri skoðun að sú staðreynd að Einar Bárða hafi verið með fullt hús fyrir þennan þátt hafi haft meiri áhrif á val Ellýjar en nokkuð annað. Gís hefur staðið sig vel en mér fannst þær ekki upp á sitt besta á föstudaginn og því hefði ég valið að þær hefðu farið heim ef valið stóð á milli þeirra og Sigga. Aftur á móti voru hvorki Siggi né Gís lélegust þetta kvöld og að mínu mati völdu því kjósendur XFactors rangt það kvöld.
Svo í gærkvöldi var Eurovision á RÚV það var Eiríkur Hauksson valinn okkar fulltrúi. Það aftur á móti tel ég rétt úrslit. Lagið er skemmtilegt og öðruvísi en flest Evrovision lög. Ég hef trú á rauðhærða víkingnum.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband