eru listamenn þurfalingar

Ég skil ekki þessa blessuðu listamenn sem þurfa að sækja um starfslaun listamanna, ég hefði haldið að ef að þú getur ekki framfleitt þér á listum eða í öðrum starfsgreinum þá finnum maður sér eitthvað annað að gera.
Ég hefði t.d. haldið að Andri Snær og Einar Már gætu lifað ágætlega miðað við vinsældir þeirra. Það er ótrúlegt að krakkarnir sem mótmæltu í Ráðhúsinu mótmæli ekki svona úthlutunum.

Á meðan ekki er hægt að borga kennurum og leikskólakennurum hærri laun og leysa þann starfsmannavanda sem er í þeim geira þá finnst mér svona úthlutanir hin argasta þvæla.


mbl.is 514 sóttu um starfslaun listamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hry, Heyr.! Algerlega sammála.

Halldór Egill Guðnason, 28.1.2008 kl. 09:40

2 identicon

Alveg samála það er löngu orðið tímabært að taka þessu styrki til endurskoðunar.

Ólafur Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 10:05

3 identicon

Hvar sæki ég um starfslaun stjórnmálafræðinga

Gustav Pétursson (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 10:30

4 identicon

Heimur versnandi fer, fólk er greinilega á villigötum með sín gildi í lífinu. Og þið sem hafið ritað fyrir ofan mig eruð með afar ferkantaðan hugsunnarhátt og væruð best lýst sem "hvítu rusli"

Logi Bjarnason (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 11:27

5 identicon

Grunn lífsviðhorf!

Ég geri ráð fyrir að þið öll séuð kaupendur ýmissa lista og þar með að styrkja við markaðsöflin þar. Öll þau myndverk - höggmyndir og fl. sem eru víða í Reykjavík og útum allt land, er að sjálfsögu eitthvað sem aldrei hefði átt að verða til, vegna þess að ekki var til markaður með verkin og ekki mikið fjármagn til þess að kaupa verk listamanna.

Þó eru það listamennirnir okkar sem auðga sálarlífið og .... hróður okkar hér heima og erlendis.

Horfði á stórgott viðtal við Erró í sunnudagskvöldi með Evu Maríu sunnudagskvöldið 27. jan. s.l. - svo margfalt höfum við fengið til baka stuðning við listamenn út um allt, t.d. í formi safns sem hann gaf okkur.

Það er mikil andleg fátækt að þurfa ekki á listsköpun að halda.

Kannski nægir hugmyndaflug sem nær til markaðarins hjá sumum, en þannig er það ekki hjá öllum.

Andleg fátækt er vart fyrirgefanleg.

almaj@internet.is (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 15:41

6 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

kæra Almaj.

Það getur vel verið að það sé mis djúpt á lífsviðhorfum okkar en ég veit ekki allveg hvort þú hafir lesið rétt. Það var einginn hér að ofan að tala um að það ætti ekki að vera til list sbr "Það er mikil andleg fátækt að þurfa ekki á listsköpun að halda."  

Ég held að fólk sé bara einfaldlega hissa á þessum fjármunum sem dælt er í þetta... Það er bara ágætt að það sé fólk í þessu landi sem setji spurningarmerki við hina og þessa hluti, án þess þá væri spilling ríkjandi. Við þurfum einfaldlega að kíkja á hvert peningarnir okkar fara og spyrja okkur hvort það sé réttlætanlegt. Hér hefur fólk sem finnst það óþarfi að styrkja listamenn á þennan hátt skrifað sýnar skoðanir og á það fullkomlega rétt á sér líkt og þín skoðun. 

 Annars er ég sjálfur nokkuð klofinn í minn skoðun þar sem ég get allveg séð réttlætið í einhverskonar styrkjum annað veifið en held þó að þarna sé fullmikið af því góða. 

Stefán Þór Steindórsson, 29.1.2008 kl. 09:26

7 identicon

Fór eitt sinn á listsýningu hér í bæ.Þar var eitt listaverk sem samanstóð af t´rebretti máluðu svörtu og einum nagla sem stóð þar uppúr.Fínar frúr stóðu þar íbyggnar á svip með hönd undir kinn og töluðu um hversu einstakt þetta væri.Það væri svo mikil hreyfing í þessu.Ég kom mér út hið snarasta ,greinilega ekki með hið listræna auga fyrir fegurð.Góðar stundir.

RagnaB (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband