Nýju föt keisarans

Það mætti halda að Framsóknarflokkurinn væri eitthvert nemendafélag á leikskóla þar sem hver krakkinn er sífellt að klaga hinn. Nú stefnir í það að Bingi ætli að fara yfir í Samfylkinguna. Ég held að þessi blessaða bændaflokkur fari nú að deyja Drottni sínum. Hann lifir ekki 5 ár í víðbót.
mbl.is Hafnar orðrómi um fatakaup Framsóknarflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig er þetta, er ekkert Ísland til utan við Suðvesturhornið í þínum kolli.  Ef þú skoðar fylgi Framsóknarflokksins úti um landsbyggðina t.a.m. við síðustu sveitastjórnarkosningar að þá kemstu að því að flokkurinn hefur þetta 20-35% í mörgum sveitarfélögunum t.d. fyrir norðan og austan þannig að það er langt í frá tímabært að gefa út dánarvottorð flokksins.   Í síðustu alþingiskosningum var flokkurinn með aðeins  2-3% undir fylgi Vinstri Grænna og þar áður mun stærri og ekki minnist é þess að menn hafi talið Steingrím og félaga vera í andarslitrunum.  Nei það er tímabært að fólkið í þessu þéttbýli átti sig á því að það er til dreifbýli með nokkrum þéttbýliskjörnum hringinn í kringum landið.  Ég hélt að eyjamenn rugluðu ekki svona.

Ævar (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 22:40

2 Smámynd: Kjartan Vídó

Kæri Ævar, hver nennir að vera að slást í sandkassaleik í mörg ár í viðbót, síðustu ár eru Guðni og Halldór búnir að kljást. Núna eru það Bingi og Guðjón Ólafur. Þetta er ekki það gáfulegasta sem stjórnmálaflokkur gerir. Ég gef flokknum 5 ár og þá er málið dautt.

Kjartan Vídó, 20.1.2008 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband