Eiga ekki að fá bílprófið aftur...

Afhverju fá svona einstaklingar bílprófið aftur,er ekki allt í lagi að taka prófið af þessum einstaklingum fyrir lífstíð. Að keyra á 170 km hraða á þessu svæði er fáranlegt að lýsir vel hugsunarhætti þessa einstaklinga. 
mbl.is Teknir á 170 á Hafnarfjarðarvegi - stórhætta skapaðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Vídó

Elsku Hanna Birna við þessa athugasemd þína hef ég misst allt álit á þér, ertu sem sagt að segja að þú teljir í lagi að þessi einstaklingar keyri á 170 km hraða og missi prófið í  nokkra mánuði?
Það er ótrúlegt að blanda pólitík í þetta blogg, ég hef áhuga á stjórnmálum en svo vitlaus er ég ekki að blanda pólitík í allt í mínu lífi.
Einstaklingar sem keyra á 170 km hraða um miðjan dag á þessum stað í Garðabæ eða hvar sem er eiga ekki að keyra bílum meira, þeir leggja sig og aðra í lífshættu og því lífshættulegir ökumenn.
Kæra Hanna Birna ef að þú getur ekki verið málefnalegri en þetta þá bið ég þig að halda þig langt frá þessari bloggsíðu.

Kjartan Vídó, 26.5.2007 kl. 19:02

2 identicon

Ok, kannski ekki ævilangt en ég er sammála því að ca. 3 mánaða svipting og sekt er ekki nóg fyrir svona gaura. 

Einnig er ég "nokkuð" viss um það að þó þeir missi prófið að þá halda þeir áfram að keyra - þannig er það nú bara.

Samfélagsþjónusta er hugmynd.... s.s. auk þess að borga sekt þyrfti fólk að vinna einhvers konar samfélagsvinnu t.d. með fólki sem hefur farið illa út úr hræðilegum slysum.

Ásdís H (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 22:10

3 Smámynd: Kjartan Vídó

Að keyra á 170 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 80 km hraði þá eru þessir einstaklingar að sýna fram á það að þeim er ekki treystandi í umferðinni. Þarna eru þeir 90 km hraða yfir leyfilegan hraða og hámarkshraði á þjóðvegi 1 er 90 km hraði. Það þarf að taka miklu harðar á svona ökumönnum. Það er of seint eftir að þeir hafa drepið einhvern eða sjálfan sig.
Samfélagsþjónusta er ágætishugmynd sem refsing og svo í Finnlandi eru sektir borgaðar í hlutfalli við tekjur viðkomandi. Forstjóri Nokia borgaði einu sinni 12 milljónir í hraðasekt.

Kjartan Vídó, 26.5.2007 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband