Pólitísk tryggð...

Hversu skuldbundinn er einstaklingur sem er flokksbundinn í
stjórnmálaflokki. Þarf hann að kyngja flestu því sem æsta stjórn
ákveður eða má hann gagnrýna sína eigin flokksmenn. Ég tók mig til í
dag og las í gegnum blogið mitt hérna á mbl.is. Ég hef talsvert
gagnrýnt Samfylkinguna og Framsóknarflokkinn. Ég hef lítið sem ekkert
rætt VG og Frjálslynda. En í öllum blogum um Sjálfstæðisflokkinn hef ég
gagnrýnt þá einstaklinga sem þar fara með völd. Ég tel að það sé ekkert
svo gott að ekki sé hægt að gagnrýna það. Ég t.d. hrósaði Lúlla Bedda
þingmanni Samfylkingarinnar vegna umræðu hans á Alþingi um stöðu
Vestmannaeyja. Mér hefur æði oft þótt nokkrir blogarar sem eru
flokksbundnir og taka virkan þátt í einhverjum stjórnmálaflokki sjá
allt vont hjá andstæðingunum og allt frábært hjá sínum mönnum og gagnrýna sjaldan sína menn eða konur. 
Þegar ég tók sem mest þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins fyrir nokkrum
árum fannst mér skemmtilegast að takast á við samflokksmenn mína um
stefnu flokksins, það þótti mér skemmtilegra en að taka þátt í
kosningavinnu vegna sveitastjórnar- eða Alþingiskosninga. Ég alla vega
vona að ég verði ekki svo blindur Sjálfstæðismaður að ég skoði ekki
hlutina með gagnrýnis augum. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég get sagt frá því að það flögraði af mér að setja pólitíkina út horn eftir að Árni náði þessari kosningu og stefnir inn á þing en svo jafnaði ég mig og hugsaði með mér að láta ekki eitt rotið epli fæla mig frá það eru mörg önnur falleg epli í flokknum:)

Óskar (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband