Ísland best í heimi....

Hvað getur maður sagt. Hróður Íslands fer víða. Við höfum verið ánægð og brosað í hringi þegar við fáum stór kvikmyndafyrirtæki til landsins til þess að taka upp atriði í sínar bíómyndir hérna. Hérna hafa James Bond, Batman og fleiri góðir félagar komið og notið þess að taka upp við frábærar aðstæður.
Núna ætlar klámiðnaðurinn að koma hingað og grunar mig í framhaldinu verði teknar upp einhverjar myndir hér á landi. En einhverjir hafa verið að "hrósa" Icelandair fyrir að auglýsa vel skemmtanalífið hér á landi og þessi ráðstefna sé framhald af þeirra markaðsstarfi. Það sem mig grunar að vaki fyrir þessu kvikmyndaliði í þessum geira er sú endurgreiðsla af skatti sem ríkisstjórnin setti á fyrir nokkrum árum. Án þessarar endurgreiðslu hefðu við líklega ekki fengið Bond og Batman. Þannig að þakka okkar ágætu ríkisstjórn fyrir þennan mikla feng sem við fáum inn í íslenskan kvikmyndaiðnað. En ég verð samt að segja það að ég get ekki annað en brósað út í annað, ég geri ráð fyrir því að móttökurnar verði hressandi og landi okkar til sóma.
mbl.is Klámþing verður haldið hér á landi í næsta mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Hanna Birna, ég vona svo sannarlega að engin eyjamaður fái hlutverk í þeim kvikmyndum sem gætu komið útaf þessu þingi.
Annars veit ég ekki alveg hvaða kæruleysi þú ert að tala um, ég held að eyjamenn, bæjarstjórn og þingmenn séu að reyna að vinna að upphefð eyjanna. Það er ekki kæruleysi hjá Lúlla að fá utandagskrá umræðu á þingi um stöðu Vestmannaeyja.
Það er ekki kæruleysi hjá Eggerti og þeim sem skipulögðu mótmælafundinn um hækkun fargjalda Herjólfs.
Það er ekki kæruleysi að á samgönguáætlun sé gert ráð fyrir 5 milljörðum vegna Bakkafjöru og nýs Herjólfs.
Það er heldur ekki kæruleysi hjá stjórn Ægisdyra að halda áfram baráttu sinni fyrir jarðgöngum til eyja.
Það er ekki kæruleysi hjá Magga Kristins og Rabba útgerðarmönnum að fara út í þá fjárfestingu sem þeir eru að fara út í vegna kvótakaupa og nýsmíða á skipum.
Það er ekki kæruleysi hjá Ísfélaginu að fara út í kaup á fyrirtæki á Þórshöfn til þess að efla bæði eyjarnar og Þórshöfn.
Það er ekki kæruleysi hjá ríkisstjórninni að fara í útboð á flugleiðinni rvk-vey-rvk

Aftur á móti tel ég það kæruleysi að halda öðru fram núna en að unnið sé að krafti að uppbyggingu okkar fallegu eyju. Hver sem þá vinnu vinnir, í hvaða stjórnmálaflokki sem þeir starfa eða starfa ekki í stjórnmálaflokki eiga hrós skilið.

Kjartan Vídó (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband